Haukar deildarmeistarar í Dominos deild kvenna 2018

Stelpurnar gerðu það sem þurfti i 4 stiga sigri á Val í gærkvöldi er þær tryggðu sér Deildarmeistaratitil þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir.

Frábær árangur og er þetta 14 sigurleikur liðsins í röð í deildinni. Leikurinn var mikil spenna frá upphafi til enda og ætluðu Valsstúlkur að gefa allt í verkefnið og eyja möguleika á því að ná að stela titlinum á endasprettinum í deildinni, en til þess þurfti margt að gerast en möguleikinn til staðar fyrir Val með sigri. Haukar leiddu nánast allan leikinn en Valur gerði harða atlögu í fjórða leikhluta og komst einu sinni yfir er um 4 min. lifðu leiks en Haukarnir voru sterkir í lokin og náðu að innbyrða mikilvægan sigur.

Liðið spilaði vel saman og er gaman að sjá að Sigrún Björg Ólafsdóttir hefur stígið vel upp í fjarveru landsliðsk0nunnar Dýrfinnu, sem er frá vegna höfuðmeiðsla. Allt liðið á hrós skilið fyrir frábæra liðsheild.

Nú eru Haukar handhafar beggja deildarmeistaratitlana og er árangur glæsilegur og eru Haukar gríðarlega stoltir af árangrinum. En nú fer úrslitakeppnin að byrja og þar verða allir að vera á tánum til að að ná hagstæðum úrslitum.

Við viljum hvetja fólk til að fjölmenna á komandi leiki hjá báðum liðum og hvetja liðin til sigurs í komandi átökum.

Áfram Haukar.