Haukar deildarmeistarar 2018

Dominosdeildar lið Hauka varð í gær, fimmtudag, deildarmeistari 2018 í körfuknattleik.

Liðið hefur spilað gríðarlega vel í allan vetur og var í gær verðlaunað með deildarmeistaratitlinum. Liðið vann 17 leiki á tímabilinu og tapaði 5 og er með einum sigurleik meira en Tindastóll og ÍR sem enduðu í 2 og 3 sætinu. Liðið tapaði einungis einum heimaleik í vetur og er því ljóst að þessi titill á eftir að skipta miklu máli þar liðið hefur heimaleikjarétt alla leið.

Nú er bara að undirbúa sig fyrir næstu átök, en Haukar munu spila við sterkt lið Keflvíkinga í 8 liða úrslitum og mun fyrsti leikur verða spilaður föstudaginn 16. mars.