Haukar áttu tvo lykilmenn sinna árganga á NM yngri landsliða KKÍ

Norðurlandamót yngri landsliða fór fram í síðustu viku í Finnlandi en þar áttu Haukamenn þrjá fulltrúa, þá Hilmar Smára Henningsson og Hilmar Pétursson í U18 drengja og Sigrúnu Björg Ólafsdóttur í U16 stúlkna.

Öll stóðu þau sig einstaklega vel og voru lykilmenn í sínum liðum. Karfan.is valdi þau Sigrúnu Björg og Hilmar Smára bestu leikmenn síns árgangs á mótinu. Frábær viðurkenning fyrir þau og kkd. Hauka og óskar félagið þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.