Haukar á toppnum í bæði Dominos deildum karla og kvenna

Kvenna- og karlalið kkd Hauka sitja á toppi Dominos deildanna og ljóst er að bæði lið munu gera harða atlögu að deildarmeistaratitlunum.

Kvennaliðið hefur verið að spila gríðarlega vel á árinu 2018 og ekki tapað leik, unnið síðustu 5 leiki. Kvennaliðið hefur unnið 14 leiki og tapað 5 og sitja á toppnum með 28 stig, jafn mörg og Valur en hefur innbyrðis á Val.
Karlaliðið hefur unnið 5 leiki í deild á nýju ári og tapað einum. þeir hafa unnið 12 leiki og tapað 4 og sitja á toppi deildarinnar ásamt Reykjavíkurfélögunum, KR og ÍR, en hafa bestu innbyrðis stöðuna af þessum þrem liðum.

Nú fer að líða að seinni hluta deildarkeppninnar en landsleikjahlé er komið hjá stelpunum og eiga þær ekki leik fyrr 21. febrúar og er það stórleikur á heimavelli á mót Íslands- og bikarmeisturunum frá Keflavík.
Strákarnir spila næst við Hött á útvelli, nk. fimmtudag, þann 8. febrúar.

Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á þá leiki sem eftir eru og styðja vel við bæði liðin í baráttunni sem er framundan.