Haukagetraunir – 1×2

Nú styttst biðin í 1. umferð Haukagetrauna veturinn 2018 –2019.

Kynningarfundur og skráning verður laugardaginn 15. september í getraunasalnum á 2. hæð hér á Ásvöllum.

Dagskrá vetrarins verður kynnt og sérfræðingar okkar fara yfir stöðuna og kynna nýjan getraunaleik – Stjörnuspil. Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum sem hefst kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir.

Nefndin