Hauka-stúlkur á Símamótinu um helgina

5., 6. og 7. flokkur kvenna í Haukum taka þátt í Símamótinu um helgina en þetta er 32. mótið í röðinni. Í ár taka rúmlega 2000 stelpur þátt í mótinu frá 38 félögum þar sem 300 lið spila tæplega 1200 leiki.

Haukar hituðu upp á Asvöllum seinni partinn í dag og tóku svo þátt í skrúðgöngu en mótið var sett á Kópavogsvelli.

Afram Haukar.

IMG_7666