Handboltinn fer af stað í kvöld – Frítt inn í boði DB Schenker

Meistaraflokkar karla og kvenna hefja handbolta tímabilið í kvöld, mánudagskvöld, þegar boðið verður upp á tvíhöfða í Schenkerhöllinni. Strákarnir spila þá við ÍR og stelpurnar keppa við Val en það verða strákarnir sem hefja leik kl. 18:00 og svo fylgja stelpurnar á eftir kl. 20:00.

Dagskráin hefst kl. 17:45 þegar að Jói Pé og Króli kveikja í stúkunni og svo á milli leikja verða borgarar til sölu á vægu verði og svo er frítt inn á báða leikina í boði DB Schenker. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna og mæta tímalega til þess að sjá Jóa Pé og Króla taka lagið fyrir leik. Áfram Haukar!