Grétar Ari lánaður til ÍR

Haukar hafa komist að samkomulagi við ÍR um að lána Grétar Ara Guðjónsson til þeirra og mun Grétar Ari því leika með ÍR-ingum í vetur. Haukar tóku ákvörðun um lánið með hagsmuni Grétars að leiðarljósi. Enda mikilvægt fyrir Grétar á þessum tímapunkti að fá að mikinn spiltíma, til að halda áfram að þroskast sem leikmaður.

Við óskum Grétari Ara góðs gengis og hlökkum til að fá hann til baka reynslunni ríkari.