Golfmót kkd. Hauka laugardaginn 22. sept.

Golfmót kkd. Hauka

Í fyrra hélt mfl karla í körfu vel heppnað haustgolfmót til styrktar mfl. karla á Kálfatjarnarvelli í Vogunum og heppnaðist mótið gríðarlega vel og var mikil gleði í gangi og því var ákveðið að endurtaka leikinn fyrir tímabilið 2018-2019.

Golfmótið mun verða haldið nk. laugardag, þann 22. september á Kálfastjarnarvelli en verðurspá lýtur einstaklega vel út fyrir laugardaginn.

Hægt er að velja um það að spila 9. eða 18. holur og eins og í fyrra er hamborgari og bjór/gos innifalið í mótsgjaldinu. Einnig verða seldar léttar veitingar í golfskálanum og auðvitað hægt að mæta snemma og kaupa sér hamborga og taka þátt í gleðinni þó svo ekki sé verið að spila.

Eftir golfmótið verður verðlaunaafhending og uppboð á vörum frá kkd. Hauka í golfskálanum.
Boðið verður uppá akstur á Ásvelli eftir verðlaunaafhendingu.

Verð er kr. 5.500 fyrir þá sem spila 18 holur en 4.000 fyrir þá sem spila 9 holur.

Ræst verður út frá kl. 15:00 á laugardeginum fyrir þá sem spila 18 holur en kl. 16:00 fyrir þá sem spila 9 holur. Drykkir og hambargari verður tilbúinn er leikmenn klára að spila og munu leikmenn mfl. karla sjá um veitingar og að grilla hamborgara.

Verðlaunaafhending fer fram um kl. 19:30

Verðlaun eru veitt fyrir 1, 2 og 3 sætið í punktakeppni hjá körlum og konum og svo fyrir 1. sæti í höggleik hjá bæði körlum og konum.
Hámarksforgjöf er 36.

Skráning fer fram með þvi að senda póst á ivar@haukar.is og síðan verður haft samband við alla um rástímana.

Áfram Haukar.