Fyrsti leikur mfl. kk í Dominos deildinni í kvöld á Hlíðarenda

Deildarmeistarar Hauka spila sinn fyrsta leik í Dominos deildinni í kvöld kl. 19:15 í Origo Höllinni er þeir heimsækja Valsmenn.

Lið Hauka er mikið breytt frá síðasta ári en hafa verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu og verður spennandi að sjá hvernig hið nýja lið kemur til leiks.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Origo höllina og hvetja liðið áfram í baráttunni sem er framundan.