Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum

haukarframkvkÁ morgun, laugardag, leikur meistaraflokkur kvenna í handbolta sinn fyrsta heimaleik í Olísdeildinni þetta tímabilið þegar að Framstúlkur sækja þær heim í Schenkerhöllinina kl. 16:00.

Haukastúlkur hafa byrjað tímabilið vel og hafa þær unnið báða leiki sína til þessa en þær byrjuðu á því að vinna Stjörnuna og svo í síðustu umferð sigruðu þær Fylki en báðir þessi leikir hafa verið á útivelli. Framstúlkur hafa 3 stig eftir fyrstu tvo leikina en þær unnu Selfoss í fyrstu umferð en gerðu svo jafntefli við Stjörnuna í síðustu umferð.

Það mætast því tvo taplaus lið í Schenkerhöllinni á morgun, laugardag, og því tilvalið fyrir allt Haukafólk að fjölmenna kl. 16:00 og styðja stelpurnar til sigurs. Áfram Haukar!