Fullt af Haukafólki landsliðsverkefnum Íslands

Flottir Haukastrákar í U16 ára landsliði Íslands

Það hefur verið mikið um að vera hjá afreksfólkinu okkar í handbolta síðustu vikur en þá hafa yngri landslið Íslands karla og kvenna megin verið við æfingar sem og A-landslið karla og kvenna en fjölmargt Haukafólk hefur tekið þátt í þeim verkefnum.

A landslið karla og kvenna hafa verið við æfingar og leiki en í þeim verkefnum hafa Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Daníel Þór Ingason og Björgvin Páll Gústavsson tekið þátt í.

U20 ára landslið kvenna æfir að kappi fyrir lokakeppni HM U20 sem fer fram í sumar en þar eru þær Berta Rut Harðardóttir og Ástríður Glódís Gísladóttir.

Í U20 ára landliðið karla hafa Andri Scheving, Darri Aronsson og Orri Freyr Þorkelsson verið við æfingar.

Þessar Haukastúlkur tóku þátt í Handboltaskóla HSÍ

Þær Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir voru valdar í U18 ára landslið kvenna.

Einnig fór fram Hæfileikamótun HSÍ hjá stelpum og drengjum fæddum 2004 en þar voru þeir Andri Fannar Elísson, Atli Steinn Arnarson, Þorsteinn Emil Jónsson og Össur Haraldsson. Hjá stelpunum voru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hekla Ylfa Einarsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir.

Samhliða því fór fram Handboltaskóli HSÍ en þar tóku krakkar fædd 2005 þátt og frá Haukum voru þær Hera Gísladóttir, Katrín Ósk Ástþórsdóttir, Telma Líf Sigurjónsdóttir og Thelma Ósk Bjarnadóttir og einnig þeir Ásgeir Bragi Þórðarson, Birkir Snær Steinsson, Gísli Rúnar Jóhannsson og Ólafur Darri Sigurjónsson.

Kristófer Máni var valinn besti hægri hornamaður mótsins í Grikklandi

Strákar fæddir 2003 komu einnig saman á æfingum og þar voru þeir Alex Már Júlíusson, Mikael Andri Samúlesson og Steinar Logi Jónatansson en þeir eru gjaldgengir í U16 ára landslið drengja.

U16 ára landslið drengja kom saman við æfingar og þar áttu Haukar 4 fulltrúa Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónsson og Magnús Gunnar Karlsson. En þessir drengir voru líka í U16 ára landsliðshóp sem fór til Grikklands á æfingarmót um páskana þar sem að þeir lentu í 2. sæti en eftir mótið var Kristófer Máni valinn besti hægri hornamaður mótsins.

Við óskum öllum þessu flotta Haukafólki til hamingju með valið og þeirra árangur!