Fram kemur í heimsókn í kvöld

Það verður spilaður handboltaleikur á Ásvöllum í kvöld þegar að meistaraflokkur karla fær Fram í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 20:30. Það má búast við hörkuleik þar sem að Haukamenn hafa harm af hefna eftir að Fram slóg liðið út úr úrslitakeppninni síðast liðið vor.

Fyrir leikinn eru Haukamenn í 4-6 sæti með 6 stig tveimur á eftir toppliðum Vals og FH á meðan Fram er í 8. sæti með 3 stig. Í síðasta leik unnu Framarar flottan sigur á Aftureldingu og meðan Haukmenn gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu Stjörnuna.

Það má því búast við flottum handboltaleik þegar að liðin mætast í kvöld í Schenkerhöllinni kl. 20:30. Það er því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina en hægt verður að mæta kl. 18:45 og horfa á landsleik Íslands í fótbolta áður en handboltaleikurinn hefst. Áfram Haukar!