Fjórir leikmenn úr röðum Hauka með A landsliði kvenna í dag gegn Bosníu

Kvennalandslið Íslands í körfu spilar  í dag, laugardaginn 10. febrúar, gegn Bosníu í riðlakeppni evrópukeppni FIBA.

Í 12 manna liðinu eru fjórir leikmenn sem komu úr röðum Hauka, Helena Sverrisdóttir sem jafnframt er fyrirliði landsliðsins, Þóra Jónsdóttir, Dýrfinna Arnardóttir og svo nýliðinn Rósa Björk Pétursdóttir sem mun spila sinn fyrsta A landsleik í dag.

Glæsilegur árangur og óskum við þeim góðs gengis í þessu erfiða verkefni sem er framundan, en liðið spilar við Bosníu í dag og Svartfellinga miðvikudaginn 14. febrúar.