Fjáröflun landsliðskrakka í körfunni í gangi

Kkd. Hauka eiga tólf landsliðskrakka sem eru að taka þátt í verkefnum í sumar, í norðurlandamót10. fl islandsmeistarii og evrópumóti.

Svona ferðir eru greiddar að langmestu leyti af krökkunum sjálfum og er um töluverðan kostnað að ræða fyrir þá aðila sem eru valin í þessi verkefni. Nú, eins og síðustu sumur, hafa þessir krakkar farið í fyrirtæki í bænum okkar og beðið um styrki. Við vonumst til þess að stutt verði vel við bakið á þeim og að vel verði tekið á móti þeim er þau banka upp hjá ykkar fyrirtæki. Allir styrkir eru vel þegnir, því allt hjálpar.

Þau fyrirtæki og einstaklingar sem vilja styrkja krakkana fyrir þessar ferðir geta sent póst á Ívar Ásgrímsson á ivar@haukar.is en hann mun sjá um að halda utan um fjáröflun krakkana.

Eftirtaldir krakkar taka þátt í verkefnum sumarsins:
U15 – Valdimar Hjalti Erlendsson, Edvinas Gecas, Sigrún Björg Ólafsdóttir og Stefanía Ósk Ólafsdóttir

U16 – Hilmar Pétursson, Hilamr smári Henningsson og Yrsa Rós Þórisdóttir

U18 – Yngvi Freyr Óskarsson, Dýrfinna Arnardóttir og Sylvía rún Hálfdanardóttir

U18 – Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson