Elín Jóna til Vendsyssel

Markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vendsyssel í Danmörku.Vendyssel er í 1.deildinni í Danmörku.

Elín Jóna hefur átt þrjú frábær tímabil hjá Haukum og erum við ákaflega stolt að okkar leikmenn fari í atvinnumennsku eftir frábæra frammistöðu hjá okkur.

Við óskum Elín Jónu góðs gengis í Danmörku og það verður spennandi að fylgjast með henni halda áfram að vaxa þarna úti.