Elías Már nýr aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins

Elías Már Halldórsson þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en hann mun einnig þjálfa áfram kvennalið Hauka. Við ráðninguna hafði Elli þetta að segja:

“Ég er stoltur að fá þetta tækifæri og vil þakka Haukum sérstaklega fyrir að leyfa mér að stíga inn í þetta spennandi verkefni. Ég hlakka til að hitta starfsliðið, stelpurnar og að verða hluti af því frábæra starfi sem er í kringum kvennalandsliðið”.

Við óskum Ella til hamingju með nýja starfið og væntums mikils af honum á komandi tímabili en hann er á fullu í skipuleggja næsta tímabil hjá kvennaliðinu.