Elías Már Halldórsson þjálfar mfl. kvenna á næstu leiktíð

Í dag náðust samningar milli Handknattleiksdeildar Hauka og Elíasar Más Halldórssonar um að hann taki að sér starf aðalþjálfara kvennaliðs deildarinnar og taki við af Óskari Ármannssyni, sem verður ekki áfram með liðið á næstu leiktíð vegna anna.  Elías mun mun taka við liðinu eftir þessa leiktíð.    Elías Már sem er 34 ára hefur leikið með meistaraflokki Hauka síðustu ár, en hann hefur einnig leikið  í Noregi og Þýskalandi.

Elías hefur átt farsælan feril sem leikmaður, sem skartar fimm Íslands- og deildarmeistara titla auk fjögurra bikarmeistaratitla.   Elías hefur einnig starfað við þjálfun síðust ár og er nú þjálfari 2. flokks karla hjá Haukum auk starfa á afrekslínu félagsins. 

Nú sem fyrr er mikill metnaður hjá Haukum og ætlar liðið að berjast um alla titla á komandi leiktíð, rétt eins og á yfirstandandi leiktíð. 

elli mar