Drengjaflokkur Íslandsmeistarar

Drengjaflokkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn er þeir lögðu gott lið Stjörnunnar í úrslitum, 88-79.

Leikurinn var gríðarlega vel spilaður af báðum liðum og hafði leikurinn allt að bjóða mörgum áhorfendum sem mættu til að styðja liðin, ótrúleg 3ja stiga skot, flottar varnar og hraður sóknarleikur.
Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn, Haukarnir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn en Stjarnan náði yfirhöndinni með stórkostlegri 3ja stiga skotsýningu undir lok annars leikhluta og leiddu í hálfleik 41-39. Haukaliðið hafði spilað vel, 8 leikmenn að skora og mikill liðsbolti þar sem boltaflæðið var til fyrirmyndar og sóttu Haukar mikið inn í teig og létu Stjörnumenn hafa mikið fyrir að spila vörn.
Í seinni hálfleik sýndu Haukarnir styrk sinn og náðu yfir 10 stiga forystu en Stjörnumenn gáfust aldrei upp og náðu alltaf að minnka muninn niður í um 5 stig og á síðustu sek. þriðja leikhluta áttu þeir enn eina ótrúlega 3ja stiga skot á síðustu sek. sem fór niðu og fengu villu að auka og minnkuðu muninni niður í 3 stig. Haukalið er sterkt og þeir létu þetta ekki hafa nein áhrif á sig og byrjuðu fjórða leikhluta sterkt og náðu að halda Stjörnumönnum alltaf aðeins frá sér og náðu alltaf að svara þegar á þurfti.

Frábær árangur hjá þessum flokki en þeir urðu einnig Íslandsmeistara í fyrra og þá lang flestir á yngra ári. Þessir strákar hafa nánast verið ósigrandi síðust ár og sýndu enn og aftur að þetta eru gríðarlega miklir sigurvegarar.

Hilmar Pétursson var valinn maður leiksins, 30 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar og hann stjórnaði liðinu eins og sannur hershöfðingi. Sigurjón Unnar Ívarsson var einnig gríðarlega öflugur með 10 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendinga og Alex Rafn var með 18 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar.
Allt liðið spilaði frábærlega og hefur liðið orðið betra og betra í allan vetur. Liðið hefur tekið nokkrum breytingum í vetur en Hilmar Smári fór norður til Akureyrar en á móti kom komu Hilmar Péturs og Sigurjón Unnar aftur heim um jólin og Máni Freyr byrjaði aftur um jólin eftir að hafa tekið sér smá frí. Allir þessir þrír styrktu liðið mikið og gáfu því það sem til þurfti til að fara alla leið.