Daði Lár og Adam Smári komnir til Deildarmeistaranna. Arnór Bjarki, Alex Rafn, Sigurður og Óskar Már framlengja.

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við þá Daða Lár og Adam Smára um að spila með Haukum á komandi leiktíð og einnig hafa hinir ungu og efnilegu leikmenn Arnór Bjarki, Alex Rafn og Óskar Már framlengt sinn samning.

Daði Lár Jónsson er þekkt stærð í Dominos deildinni og hefur spilað með Stjörnunni og nú síðast með Keflavík. Daði er ungur og efnilegur leikmaður sem mun örugglega blómstra með ungu liði Hauka og mun styrka liðið í bakvarðarstöðunni eftir að liðið hefur misst bæði Emil og Kára.

Adam Smári Ólafsson kemur frá Ísafirði og er fæddur 1997. Hann er um 2m og spilar í kringum teiginn og ljóst er að þessi strákur mun styrkja liðið í kringum teiginn.

Auk þess rituðu hinir uppöldu Arnór Bjarki, Alex Rafn, Sigurður Bryjólfsson og Óskar Már undir framlengingu á samning. Arnór Bjarki stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk á síðasta tímabili og ljóst er að hann mun þurfa að stíga vel upp fyrir komandi tímabil en hann og Daði munu leiða sóknarleik liðsins að miklu leyti.
Alex Rafn er gríðarlega efnilegur leikmaður og kemur úr hinum sterka 2000 árgangi sem eru margfaldir íslandsmeistara og hefur hann tekið stórstigum framförum síðustu ár sem og Óskar Már en hann hefur átt við meiðsli að stríða en er á góðum batavegi. Sigurður var lykilmaður í unglingaflokknum á síðasta tímabili og steig sín fyrstu spor í mfl. og hefur tekið miklum framförum.  Allir þessir leikmenn munu styrka hópinn vel í vetur.

Auk þess voru Hilmar Smári og Kristinn Marinós komnir aftur heim og ljóst að þeirra hlutverk verða stór í vetur.