Breki fer í skóla til USA.

Hinn öflugi leikmaður Dominos deildar liðs Hauka, Breki Gylfason, mun fara í skóla „College“ í USA nk. vetur og ganga til liðs við Appalachian State.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Breka, að vera valinn í þenna góða skóla sem staðsettur í N. Carolina. Breki hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu tvö ár í Haukum og var hann orðinn einn af lykilmönnum deildarmeistara Hauka á síðasta tímabili.

Við í Haukum óskum Breka velfarnaðar í þessu nýja verkefni og eru stolltir að geta alið upp leikmenn sem komast áfram á erlendri grundu.

Þess má einnig geta að Breki var valinn í 15 mann landsliðshóp fyrir verkefni sumarsins.