Baldvin, Davíð og Gunnar semja við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka undirritaði í dag samninga við þá Baldvin Sturluson, Davíð Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson um að spila með meistaraflokki karla í Inkasso deildinni á komandi keppnistímabili.

Gunnar, sem er 23 ára, þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Hauka þar sem hann spilaði með liðinu sl. sumar í hjarta varnarinnar við góðan orðstýr sem lánsmaður frá Val. Gunnar hefur nú skrifað undir 3 ára samning við Hauka.

Baldvin Sturluson, 27 ára, er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði í vörn og á miðju og skrifaði hann undir 3 ára samning. Baldvin lék hluta síðustu leiktíðar hjá Þrótti.

Davíð Sigurðsson, 24 ára, skrifaði einnig undir 3 ára samning við Hauka en hann er sterkur varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður.  Davíð er uppalinn í FH en hefur einnig spilað með ÍH, Reyni Sandgerði og Þrótti.

Knattspyrnudeild Hauka er gríðarlega ánægð með samninga við þá Baldvin, Davíð og Gunnar og er vænst mikils af þessum þremur leikmönnum á næsta keppnistímabili.

 

Davíð Sigurðsson, Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, Baldvin Sturluson og Gunnar Gunnarsson.

Davíð Sigurðsson, Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, Baldvin Sturluson og Gunnar Gunnarsson.