Arnar Aðalgeirs og Sunna Líf valin best á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka

  • Þórdís Elva og Ísak Jóns valin efnilegust
  • Arnar Aðalgeirs og Sæunn Björnsdóttir valin knattspyrnufólk sumarsins
  • Kalli Guðmunds stjórnaði veislunni af mikilli festu

Það var góð stemning á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka í gærkvöldi þar sem Karl Guðmundsson sá um veislustjórn af mikilli festu og stakri snilld.

Bestu leikmenn sumarsins að mati leikmanna voru þau Sunna Líf Þorbjörnsdóttir og Arnar Aðalgeirsson. Þórdís Elva Ágústsdóttir og Ísak Jónsson voru valin efnilegust að mati leikmanna.

Sæunn Björnsdóttir og Arnar voru svo valin knattspyrnukona og knattspyrnukarl sumarsins en stjórn knattspyrnudeildar Hauka auk heimaleikjaráða kemur að því vali.

Þá var Hildigunni Ólafsdóttur veitt viðurkenningarskjöldur fyrir að hafa náð þeim árangri að spila yfir 100 leiki fyrir meistaraflokk kvenna hjá Haukum.

Þjálfarar voru heiðraðir og var Freyr Sverrisson valinn þjálfari ársins.

Boðið var upp á skemmtiatriði og söng og dýrindis kvöldverð sem Hauka-kokkurinn Sigþór Marteinsson annaðist.

Áfram Haukar. Félagið mitt.