Andrea, Ásdís og Helga semja við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við þær Andreu Önnu Ingimarsdóttur, Ásdísi Ingu Magnúsdóttur og Helgu Ýr Kjartansdóttur. Allar gerðu þær tveggja ára samninga.

Andrea Anna er uppalin hjá Haukum og kom við sögu í fimm leikjum Hauka í Pepsí deildinni sl. sumar og einum í Borgunarbikarnum en meiðsli settu strik í reikninginn.

Þær Ásdís Inga og Helga Ýr koma frá FH og bjóðum við þær innilega velkomnar í Hauka fjölskylduna.

„Það er mikið ánægjuefni að fá bæði Ásdísi og Helgu til liðs við hópinn okkar. Þær hafa verið að æfa með okkur í haust og staðið sig vel. Ásdís er miðjumaður með góða yfirsýn og Helga er fjölhæfur varnarmaður. Það verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna á Ásvöllum. Andrea sem er örvfætt, leikur yfirleitt sem kantmaður en getur vel leyst stöðu bakvarðar. Hún er sterkur spyrnumaður með góðan leikskilning. Það er mikið ánægjuefni að Andrea ætli að vera með okkur á spennandi tímum hjá félaginu,“ segir Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna.

Jakob, Ásdís og Helga.

Andrea Anna.