Æfingagjöld knattspyrna

Æfingagjöld tímabilið 2016-2017

Við viljum minna alla á að fara inn á www.hafnarfjordur.is, þar inn á „Mínar síður“ til að skrá sína iðkendur og fá niðurgreiðsluna. Þegar komið er inn á „Mínar síður“ er smellt á „niðurgreiðslur“ hægra megin á síðunni og síðan þarf að finna Haukamerkið sem er neðar á síðunni. Smella á það og þá opnast skráningarglugginn.

Við viljum vekja athygli á því að breytingar eru að verða á niðurgreiðslum hjá Hafnarfjarðarbæ og munu þær taka gildi 1. nóvember en þá mun niðurgreiðslan verða kr. 3.000,- á mánuði fyrir 6 – 18 ára en aðeins verður um eina iðkun að ræða í stað tvær áður.

Niðurgreiðsla verður því eins og hér segir: kr. 1.700 fyrir 6-12 ára og kr. 2.550 fyrir 13-16 ára frá 1. september – 31. október, síðan kr. 3.000,- fyrir 6 – 18 ára frá 1. nóvember til 31. ágúst 2017. Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst inná niðurgreiðsluna hjá Hafnarfjarðarbæ svo niðurgreiðslur hefjist strax.

8. flokkur barna = 35.000 (2011 og 2012) (boltaskólinn er inni í þessu verði)
ATH niðurgreiðsla hefst árið sem iðkandinn verður 6 ára.

7. flokkur (2009-2010) = 60.000 og innifalið er keppnistreyja að verðmæti kr. 6.990,-

6. flokkur (2007-2008)  = 80.000 og innifalið er keppnistreyja að verðmæti kr. 6.990,-

5. flokkur (2005-2006) = 85.000 og innifalið er keppnistreyja að verðmæti kr. 6.990,-

4. flokkur (2003-2004) = 85.000 og innifalið er keppnistreyja að verðmæti kr. 6.990,-

3. flokkur (2001-2002) = 85.000 og innifalið er keppnistreyja að verðmæti kr. 6.990,-

2. flokkur (2000-1998) = 85.000 og innifalið er keppnistreyja að verðmæti kr. 6.990,-

Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur Hauka fellst í því að hver fjölskylda borgar einungis fyrir þrjár iðkanir. Sem dæmi af ef forráðamaður á tvö börn sem æfa bæði knattspyrnu og körfubolta þá er fjölskyldan komin með fjórar iðkanir. Fjórða iðkunin er því frí og þær sem eftir koma. Ódýrasta iðkunin er frí. Ef þú átt rétt á systkinaafslætti þá endilega hafðu samband við Bryndísi á bryndis@haukar.is . eða í síma 525-8702.