Fjórar Haukastelpur í Ungverjalandi með landsliðinu

helenaÍslenska A landsliðið í körfuknattleik er í Ungverjalandi að spila í undankeppni EM landsliða og spilar í kvöld á móti heimakonum. Fjórar Haukastelpur eru í 12 manna liðinu, en það eru Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Pálína María Gunnlaugsdóttir og fyrirliði landsliðsins Helena Sverrisdóttir. Auk þess eru tvær aðrar uppaldar stelpur í Haukum í 12 manna liðinu, þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir.

Stelpurnar spila síðan heima á miðvikudaginn í laugardagshöllinni og hvetjum við allt íþróttaáhugafólk til að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar.