Öruggur sigur á Akureyri – Toppslagur á morgun

FagnHaukar

Haukastrákranir hafa fagnað oft á þessu tímabili. Mynd: Eva Björk

Það er skammt stórra höggva á milli hjá meistaraflokki karla í handbolta þessa daganna. Eftir frábæran sigur á Val síðastliðinn föstudag mættu Akureyringar í Schenkerhöllina svo síðastliðinn mánudag.

Það þarf þó ekki að eyða mörgum orðum í þann leik því Haukamenn sýndu það að þeir eru bara með betra lið en norðanmenn og komust strax í 8 – 2 og lítu svo ekki aftur eftir það og unnu 10 marka sigur 29 – 19 eftir að hafa verið 16 – 9 yfir í hálfleik. Adam kom aftur inn í liðið eftir að hafa verið í banni á móti Val og sýndi það og sannaði að hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar með því að skora 11 mörk en næstur á eftir honum var Einar Pétur með 5 mörk. Vörn og markvarslan var í góðum takti í leiknum og vörðu Giedrius og Grétar vel þegar þeir voru inn á vellinum.

Næsti leikur Haukamanna er strax á morgun, fimmtudag, kl. 19.30 þegar Haukar fara í Safamýrina og mæta Frömmurum en þeir eru á miklu skriði þessa dagana og hafa þeir unnið 7 leiki í röð og unnu núna á mánudag Valsmenn í Vodafonehöllinni. Fyrir leikinn eru Haukamenn á toppnum með 20 stig eftir 12 leikin og Fram er í 3. sætinu með 18 stig eftir 13 leiki og má því með sanni segja að um toppslag sé að ræða og um að gera fyrir Haukafólk að mæta og styðja strákanna áfram í baráttunni. Einnig er vert að minna á Evrópuleikinn hjá strákunum á sunnudaginn kl. 18:00 og kræklingaveisluna á undan leiknum kl. 16:30 en nánar um það síðar hér á heimasíðunni. Áfram Haukar