1. deild karla – Haukar með flesta uppalda leikmenn.

Á myndinni eru uppaldir Haukastrákar sem nú skrifuðu undir samning. Neðri röð frá vinstir: Þórður Jón Jóhannesson, Haukur Björnsson, Daníel Snorri Guðlaugsson, Lárus Geir Árelíusson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Árni Ásbjarnarson Efri röð frá vinstri: Luka Kostic þjálfari, Stefnir Stefánsson, Þórarinn Jónas Ásgeirsson, Arnar Aðalgeirsson, Sindri Jónsson, Darri Tryggvason, Þórhallur Dan Jóhannsson aðstoðarþjálfari og Jón Erlendsson formaður knattspyrnudeildar.

Á myndinni eru uppaldir Haukastrákar sem nú skrifuðu undir samning fyrir þetta tímabil.

Þegar rennt er yfir þá leikmenn sem að spilað hafa fyrir félögin hingað til í sumar má sjá að Haukar eru með flesta uppalda leikmenn eða 17 af 23.
Það þýðir að 74% af öllum leikmönnum liðsins eru uppaldir hjá félaginu.

Næsta lið á eftir okkar mönnum er K.A. með 52.4% af leikmönnum liðsins sem að eru uppaldir.

Fæstir voru hjá Selfossi eða 5 af 21.
Í prósentum er það 23% leikmanna liðsins.

Miðað var við að ef leikmaður æfði með liðinu 4. flokki, þá taldist hann uppalinn hjá því félagi.
Þetta býður væntanlega upp á einhver skekkjumörk en ætti að gefa nokkuð rétta mynd af þessu í flestum tilvikum.

Hér fyrir neðan er tafla yfir uppalda leikmenn hjá öllum liðum fyrstu deildarinnar.

 

FélagHlutfall uppaldra leikmanna
Haukar74%
K.A.52.4%
B.Í. / Bolungarvík38.5%
Þór38.1%
Fjarðarbyggð35%
H.K.30%
Þróttur26.3%
Víkingur Ó.26.3%
Fram26.1%
Grindavík25.2%
Grótta25%
Selfoss23%