Sætur sigur Hauka gegn Fram

19. Darri Tryggvason

Darri Tryggvason átti þátt í sigurmarki Hauka í kvöld.

Haukar unnu afar sætan 2-1 sigur gegn Fram í kvöld á Ásvöllum í 1. deild karla í knattspyrnu með marki frá Björgvin Stefánssyni en seinna markið skrifast sem sjálfsmark en heiðurinn á bak við það á þó Darri Tryggvason sem kom inn á sem varamaður á 89 mínútu.

Það var ljóst frá fyrstu mínútu að bæði lið ætluðu sér að vinna leikinn en þrátt fyrir að Framarar hafi verið meira með boltann í fyrri hálfleik voru það strákarnir okkar sem áttu 3-4 mjög góð færi og við Hauka-fólk frekar svekkt að vera ekki 1-0 yfir í hálfeik.

Það voru hins vegar Framarar sem fóru með 0-1 forystu í hálfeik þegar skot hrökk af leikmanni Hauka og í netið á 40 mínútu.
Seinni hálfleikur var fremur jafn en þó ljóst að strákarnir okkar ætluðu sér að skora og uppskáru loksins á 81 mínútu þegar Björgvin Stefánsson kom boltanum í netið.

Við markið efldust okkar strákar enn frekar og komust yfir 2-1 eftir að Darri Tryggvason lék á varnarmann Fram og sendi boltann fyrir markið sem endaði með sjálfsmarki.

Að sjálfsögðu braust út mikill fögnuður á meðal leikmanna og stuðningsmanna Hauka sem varð enn meiri þegar dómarinn flautaði til leiksloka; sætur sigur Hauka staðreynd!

Það var virkilega ánægjulegt að horfa á leikmenn Hauka berjast til síðustu mínútu í kvöld og ljóst að þessi sigur veitir okkar unga og efnilega liði aukið sjálfstraust. Eftir fjóra leiki er liðið með sex stig og er í sjöunda sæti af 12 liðum.

Næstu tveir leikir eru útileikir, annars vegar gegn Fjarðarbyggð þann 6. júní og hins vegar gegn Þór þann 13. júní.

Næsti heimaleikur verður gegn Gróttu föstudaginn 19. júní kl. 19:15.

Áfram Haukar!