Vel heppnað Hvítasunnuhlaup Hauka

hvitasunnuhlaup1Mörg met voru slegin í Hvítasunnuhlaupinu á öðrum degi Hvítasunnu. Skráðir voru til keppni samtals 319 hlauparar. 239 í 17.5 km og 80 í 14 km. Þetta er fjölgun um nærri 100 hlaupara frá 2014

Nýtt met var slegið í 17.5 km hjá konum – Anna Berglind hljóp á 01:21:02 – bætti met Elísabetar Margeirsdóttur frá 2014 um 4:36 mín. Í öðru sæti var Elísabet Margeirsdóttir á 1:25:28 sem er 10 sec. bæting frá 2014 og þriðja Valgerður Heimisdóttir á 1:28:45

Anna Berglind er handhafi 2015 farandbikarnum „Hvítasunnumeistarinn“ og er hún vel að þeim titli komin.

Hörð keppni var í 14 km hlaupi – sigurvegari var Helga Guðný Elíasdóttir á 1:08:57 sem er er bæting um 4 sec frá tíma Andreu Kolbeinsdóttir frá því í fyrra. Önnur var Melkorka Árný Kvaran og þriðja Þóra Gísladóttir.

Hjá körlum var spennandi keppni. í 17 km var Þorbergur Ingi Jónsson á tímanum 1:05:31 sem er u.þ.b. 1:30 mín lakari tími en Kári Steinn hljóp í fyrra en Þorbergur Ingi bætti sinn tíma um 2.30 mín frá því í fyrra en þá var hann í öðru sæti. Birgir Sævarson varð annar á tímanum 1:14:35 sem eru bæting um 1:22 mín frá því í fyrra. Valur Þór Kristjánsson varð þriðji á tímanum 1:15:19

Þorbergur Ingi er því „Hvítasunnumeistarinn“ 2015 hjá körlum.

Veruleg bæting á brautartíma var hjá körlum í 14 km. Sigurvegari á nýju brautarmeti var Arnar Pétursson á tíman 55:15 en það er bæting á tíma Sigurjóns Ernis frá því í fyrra um tæpar 4 mín. Annar var Sigurjón Ernir á 58:36 sek sem er bæting hjá honum frá því í fyrra um 33 sekúndur. Þriðji var Þórólfur Ingi á 59:55

Alla tíma hlaupara er hægt að sjá á timataka.net og á hlaup.is

Myndir er hægt að sjá á http://www.hvitasunnuhlaup.is/

hvitasunnuhlaup2