Frábær keppnisferð 4. flokks kvenna á Norway Cup

4. flokkur kvenna í knattspyrnu er nýkominn heim úr keppnisferð frá Noregi. Þar tóku þær þátt í Norway Cup ásamt rúmlega 1900 öðrum liðum. Mótið er stærsta knattspyrnumót í heimi og var þetta því mikil upplifun fyrir stelpurnar.

Haukar fóru með tvö lið út og stóðu sig með prýði. Bæði lið unnu sína riðla og komust í úrslitakeppni. U13 liðið spilaði í 32 liða úrslitum og U14 liðið komst í 16 liða úrslit.

Veðrið lék við hópinn alla ferðina og margt var gert til gamans. Tívolí, strönd, skoðunarferðir, sund, verslunarferðir og fleira. Ferðin gekk mjög vel og voru stúlkurnar félagi sínu til sóma. Allar voru þær sammála um að ferðin gerði þær að enn betri vinkonum eða eins og þær sögðu sjálfar; “Þetta var hellað”